Skip to main content
Skip table of contents

Búa til útflutningsskýrslu

Hægt að búa til útflutningsskýrslu frá grunni en einnig er hægt að afrita upplýsingar beint úr söluskjölum.

Hvort sem að útflutningsskjöl eru fyllt út frá grunni, upplýsingar afritaðar að fullu eða hluta, þá er vinnulagið svipað.

Afrita

Til þess að afrita úr söluskjali er smellt á Aðgerðir > Aðgerðir > Afrita úr söluskjali.

Aðgerðin Afrita úr söluskjali býður notanda upp á að afrita upplýsingar úr söluskjölum, bæði línur og haus.

Wisefish - Stofnun útflutningsskýrslu

Ef fyrirtæki eru að nota wisefish eru tvær auka leiðir sem hægt er að nota við myndun útflutningsskjals, annað hvort að afrita úr afheningarsamkomulagi eða nota aðgerð í samkomulaginu sjálfu.

Afrita

Aðgerðin Afrita úr söluskjali býður wisefish notendum uppá að afrita afhendingarsamkomulag, bókaða afhendingu, pöntun, reikning og bókaða reikninga inn í útflutningskerfið, bæði línur og haus.

image-20240926-144247.png

Taka haus með

Hvort afrita eigi upplýsingar um viðskiptamann og sendingu.

Útfl.línur úr sölueiningafærslum

Hvort afrita eigi sölueingafærslurnar/brettaskráningar. Þessi aðgerð myndar bretti per útflutningslínu.

Ef það er ekki hakað í þessa aðgerð, myndast útflutningslínur alveg eins og línur eru myndaðar í afhendingarsamkomulaginu.

Almennt þarf ekki að haka í þetta, nema sérstakar skýrslur t.d. pökkunarlistar krefjast þess að bretti eru færð í hverja línu.

Mynda frá Afhendingarsamkomulagi

Þegar farið er beint frá Samkomulagi yfir í útflutningsskjal, þá opnast skjalið sem kerfið stofnar sjálfkrafa.

Þegar afhendingarsamkomulagið er útfyllt er smellt á Almennt > Afrita yfir í útflutningsskýrslu inn í afhendingarsamkomulagi til þess að mynda útflutningsskjal.

Ný útflutningsskýrsla

Til þess að búa til nýja útflutningsskýrslu frá grunni er smellt á +Ný útflutningsskýrsla á heimasvæðinu.

Einnig er hægt að búa til nýja skýrslu út frá Útflutningsskýrslu listanum. Hægt er að finna útflutningsskýrslu listann með því að smella á Útflutningur > Útflutningsskýrslur. Þar er síðan smellt á +Nýtt til þess að búa til nýja útflutningsskýrslu.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.