Útflutningstollskýrsla og EDI
Útflutningsforsendur
færa þarf inn allar auka forsendur fyrir toll sem ekki komu með afritun undir flipan ‘Útflutningsskýrsla’. Skýrslan sjálf sækir einnig í upplýsingar frá flipanum Almennt.

Villuleita
Eftir afritun þá þarf notandi að fara yfir upplýsingar, bæta við upplýsingar ef þess þarf. Nauðsynlegt er að reikna FOB verð (aðgerðin „Dreifa kostnaði“) og dreifa brúttóþyng.
Áður en tollskýrslan er send til tolls er hægt að villuleita.
Kerfið leitar þannig að villum á útflutningsspjaldi.

Forskoðun útflutningstollskýrslu
Hægt er að forskoða/prenta út tollskýrsluna. Við forskoðun skýrslunnar fer kerfið í gegnum ákveðna villuleit og því gott að forskoða áður skýrsla er send rafrænt á tollinn.

Samskipti við Toll
Þegar allt er tilbúið í útfl.skýrslunni er hægt að senda upplýsingarnar til tolls.
Senda EDI skjal - Sendir útflutningsskýrslu til tolls. Stöðu breytt í „Sent“.
Sækja EDI svör - Sækir öll EDI svarskeyti og uppfærir því allar skýrslur í fyrirtækinu sem eru komnar með svar. Þegar svarskeyti er sótt breytist EDI staða skýrslu eftir eðli svars. Þegar tollskýrsla er komin með stöðuna „Afhendingarheimild“ eða „Skuldfærsla“ er tollur búinn að samþykkja útflutning.
Hvar er skeytið - Hægt er að skoða heiti skráa og hvenær skráin var send á EDI.
EDI svarskeytið - Þegar búið er að lesa svarskeyti frá tolli inn í kerfið er skeytið aðgengileg undir EDI svarskeyti.
