Sækja tollgengi
Aðgerðina tollgengi er hægt að finna á nokkrum stöðum. Á heimasvæði, með því að smella á Útflutningur > Tollgengi eða Tímabilsaðgerðir > Tollgengi.

Rafræn samskipti eru við tollembætti varðandi innlestur á tollgengi. Til þess að sækja tollgengi er smellt á Sækja tollgengi.

Einnig er hægt að sækja tollgengi út frá útflutningsskýrslu. Aðgerðir > Aðgerðir > Sækja tollgengi.

Nýr gluggi opnast þegar smellt er á aðgerðina. Passa þarf að hafa dagsetninguna rétta. Síðan er smellt á Sækja Gengi Útflutningur.

Þá fyllast upplýsingar út á síðunni. Smelltu á Skrá í NAV til þess að skrá gengið inn í kerfið.

Tollgengið er þá orðið sýnilegt í töflunni tollgengi.
