Tollskrá útflutnings
Aðgangur að tollskrá útflutnings sem er útgefin af tollstjóra.
Tollskrá er að finna undir heimasíðu tollstjóra. Heiti er ekki að finna í þessari skrá en tollkerfið afritar fyrra heiti viðkomandi tollfokks sem fyrir er í útfl. kerfinu. Smelltu hér til þess að skoða tollskrálykla.
Innlestur á tollskrá útflutnings
Útfl. tollskrá frá tollstjóra er aðgengileg á heimasíðu tollstjóra að hverju sinni. Sækja þarf textaskrá tollskrárlykla útflutnings.
Smelltu hér til þess að sækja textaskrá tollskrárlykla.
Til þess að lesa inn tollskrá er smellt á Tímabilsaðgerðir > Lesa inn tollskrá útflutnings.

Þá opnast nýr gluggi. Smellt er á þrjá punktana hægra megin við reitinn Tollskrá og tollskráin valin.

Þegar búið er að velja tollskrána þá er smellt á Í lagi.

Tollskrá útflutnings
Til þess að skoða tollskrána er smellt á Útflutningur > Tollskrá útflutnings.

Mikilvægt er að athuga að kótinn sé virkur. Þegar lesið er inn tollskrá aftur þá afvirkjast fyrri tollskrá útflutnings.

Heiti tollflokkanna koma ekki inn þegar tollskráin er lesin inn í fyrsta skiptið við uppsetningu. Hægt er að lesa inn heitin með því að nota uppsetningarálfinn.