Skip to main content
Skip table of contents

Um Útflutningskerfið

Um Útflutningskerfi WiseFish

Útflutningskerfi WiseFish er hliðarkerfi í Microsoft Dynamics 365 Business Central bókhalds- og upplýsingakerfinu. Útflutningskerfi WiseFish gerir fyrirtækjum kleift að tolla fyrir útflutning beint úr Business Central.

WiseFish útflutningstengill (e. Wisefish Export connector) er viðbót við útflutningskerfi WiseFish sem gerir WiseFish notendum kleift að sækja og vinna WiseFish gögn í útflutningskerfinu. Útflutningstengill WiseFish bíður notendum aðgerðir á borð við að afrita gögn úr afhendingarsamkomulögum ásamt því að mynda veiðivottorð og fleiri gagnlegar aðgerðir til þess að einfalda skráningu fyrir útflutningsferli sjávarafurða.

Wise og WiseFish gefa út handbók fyrir öll þau sérkerfi sem fyrirtækið hefur þróað. Handbækurnar taka fyrir virkni kerfanna og er því ekki um kennslubók að ræða. Farið er í gegnum aðalvalmynd kerfisins þar sem útskýrt er hvaða upplýsingar þar eru geymdar og hvaða virkni er í boði hverju sinni.

Ítarlegri útskýringar varðandi tollskráningar er hægt að finna á heimasíðu tollstjóra.

Eftirfarandi hlekkir innihalda frekari upplýsingar um útflutningsskýrslur.

Þessi handbók fyrir Útflutningskerfi Wisefish fylgir útgáfu BC20 eða nýrri.

Wise/WiseFish notar leyfisskrá fyrir sín kerfi. Allir notendur sem nota kerfið þurfa líka að hafa heimildasamstæðuna WISELCS BASIC á sér.

Þjónustuborð og frekari aðstoð

Þjónustuborðið okkar er opið alla virka daga frá kl. 09 – 17. Sérfræðingar okkar sitja þar fyrir svörum og aðstoða þig með ánægju. 

Hafðu samband ef við getum aðstoðað þig í síma 545 3232, eða með því að stofna beiðni í þjónustukerfi Wise. Einnig er hægt að senda okkur tölvupóst í gegnum netfangið support@wisefish.com.

Um WiseFish

WiseFish er sérsniðin hugbúnaðarlausn fyrir sjávarútveginn og þjónustar fjölda fyrirtækja innanlands sem utan. Kjarninn í lausninni er að halda utan um rakningu og kostnað sjávarafurða frá veiðum til neytenda. Lausnin hjálpar notendum að taka bestu ákvörðun á hverjum tíma til að hámarka arðsemi og gera áætlanir.

Sjávarútvegslausnir WiseFish henta fyrir útgerðir, vinnslur, útflytjendur, framleiðendur og dreifingaraðila í sjávarútvegi jafnt stóra sem smáa. Í dag eru sjávarútvegsfyrirtæki í meira en tuttugu löndum að nota WiseFish kerfið til að stjórna betur öllum þáttum starfseminnar.

Við bjóðum upp á Microsoft Dynamics Business Central ERP lausnir auk þess að vera sjálfstæður endursöluaðili fyrir Microsoft Dynamics 365 Business Central. WiseFish hefur fengið verðlaun fyrir Microsoft Gold Partner og Microsoft Country Partner ársins í mörg ár í röð.

Á flóknum úrlausnarefnum er gjarnan hægt að finna einfalda lausn. Það er okkar markmið.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.