Útflutningsgrunnur
Hér eru settar inn upplýsingar og þær útflutningsforsendur sem kerfið á að nota sem sjálfgefin gildi við stofnun útflutningsskýrslu. Ekki er nauðsynlegt að fylla út í alla reiti og hægt er að breyta sjálfgefnum gildum eftir að útflutningsskýrsla hefur verið stofnuð.
Allar nánari útskýringar á reitum á tollskýrslu eru aðgengilegar á heimasíðu tollstjóra. Smelltu hér til þess að fá nánari skilgreiningar á einstaka reitum.

Útskýringar á einstaka reitum í útflutningsgrunni:
Vátrygging - Ef vátrygging er sem dæmi 5% er '5' fært inn í reit en ekki 0,05. Ef að afhendingarskilmálar eru merktir vátryggingu, notar kerfið prósentuna til þess að reikna sjálfkrafa vátryggingu fyrir hverja útflutningslínu.