Unnið með útflutningsskýrslu
Allar upplýsingar varðandi útflutningsskýrslur er hægt að finna á heimasíðu tollstjóra.
Eftirfarandi hlekkir innihalda frekari upplýsingar um útflutningsskýrslur.
Upplýsingar úr haus, línum og afhendingarflipa afritast á útflutningsspjald og reitirnir Skýrsla (1), Tegund tollafgreiðslu og Tegund viðskipta (24) koma sem sjálfgefin gildi.
Aðra reiti þarf handvirkt að fylla út. Hægt er að breyta reitum eftir þörfum en nauðsynlegt er að fylla út í alla stjörnumerkta reiti.
Útflutningsspjald inniheldur eftirfarandi undirsíður
Viðskiptamaður - helstu upplýsingar um viðskiptamann, útflytjanda og EDI stöðu.
Útflutningsskýrslur - útflutningssforsendur fyrir tollskýrslu
Útflutningslínur - upplýsingar um vörur til útflutnings
Eftir afritun þarf notandi að fara vel yfir alla reiti í útflutningsskýrslu. Í næstu köflum verður farið í allar nauðsynlegar aðgerðir í útflutningsskýrslu.
Þegar útflutningsskýrslan er tilbúin er hún send til tolls en það er gert með því að velja aðgerðina, Senda EDI.