Skip to main content
Skip table of contents

WiseFish

Útflutningskerfið bíður upp á tenginu við WiseFish. Í næstu köflum verður farið yfir þær aðgerðir sem aðgengilegar eru fyrir notendur WiseFish.

Ferill útflutningskerfis WiseFish

Venjulegur ferill útflutningskerfis er að notandi stofni Afhendingarsamkomulag þar sem hann skráir upplýsingar um viðskiptamann og þær vörur sem verið er að selja (framleiðanda, verðmæti og magn).

Notandi getur síðan skráð ítarlegri upplýsingar um afhendingu sem að erfist yfir í útflutningsskjal við afritun afhendingarsamkomulags.

Þegar notandi hefur lokið við skráningu Afhendingarsamkomulags getur hann strax farið í að útbúa útflutningaskýrslu.

Hér fyrir neðan er hægt að skoða feril útflutningskerfisins.

Afritun úr söluskjali

Aðgerðin Afrita úr söluskjali býður notanda upp á að afrita afhendingarsamkomulag, bókaða afhendingu, pöntun, reikning og bókaða reikninga inn í útflutningskerfið, bæði línur og haus. Ef valið er annað en Afhendingarsamkomulag til afritunar þá mun kerfið leita upp viðeigandi afhendingarsamkomulag til að tryggja að allar þær upplýsingar sem þar er að finna erfist.

Senda EDI

Eftir afritun þá þarf notandi að fara yfir upplýsingar, bæta við upplýsingar ef þess þarf og reikna FOB verð (aðgerðin Dreifa kostnaði eða prenta tollskýrslu). Þegar allt er tilbúið í útfl. kerfinu þá þarf að senda þessar upplýsingar til tolls en það er gert með því að velja aðgerðina Senda EDI.  Útflutningskerfið breytir þá upplýsingum um EDI stöðu úr „Í Vinnslu“ í „Sent“.

Sækja EDI svör

Svarskeyti frá tollinum eru sótt með því að velja aðgerðina Sækja EDI svör og breytist þá EDI staða viðkomandi tollskýrslu sem svarið á við um eftir eðli svars. Þegar tollskýrsla er komin með stöðuna „Afhendingarheimild“ eða „Skuldfærsla“ þá er tollurinn búinn að samþykkja þennan útflutning.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.