Skip to main content
Skip table of contents

Búa til útflutningsskýrslu (WF)

Hægt er að búa til útflutningsskjöl á þrjá eftirfarandi vegu:

Hvort sem að útflutningsskjöl eru fyllt út frá grunni, upplýsingar afritaðar að fullu eða hluta – eða opnað út frá samkomulagi, þá er vinnulagið svipað.

Afhendingarsamkomulag

Þegar farið er beint frá Samkomulagi yfir í útflutningsskjal, þá opnast skjalið sem kerfið stofnar sjálfkrafa.

Venjulegur ferill útflutningskerfis er að notandi stofnar samkomulag þar sem hann skráir upplýsingar um viðskiptamann og þær vörur sem verið er að selja (framleiðanda, verðmæti og magn).

Notandi getur skráð sérstakar upplýsingar um afhendingu sem erfist í útflutningsskjalið við afritun sölupöntunar með því að velja Mynda/Afrita yfir í útflutningsskjal.

Hægt er að skoða meiri upplýsingar um afhendingarsamkomulög með því að smella hér.

Einnig þarf að vera búið að ná í tollgengi, smelltu hér til þess að sjá hvernig það er gert.

Þegar afhendingarsamkomulagið er útfyllt er smellt á Almennt > Afrita yfir í útflutningsskýrslu inn í afhendingarsamkomulagi til þess að mynda útflutningsskjal.

Kerfið fær notandann til þess að samþykkja hvort það eigi að mynda útflutningsskjal.

Afrita

Smelltu á Aðgerðir > Aðgerðir > Afrita úr söluskjali til þess að afrita upplýsingar úr söluskjali yfir í útflutningsskýrslu.

Aðgerðin Afrita úr söluskjali býður notanda uppá að afrita afhendingarsamkomulag, bókaða afhendingu, pöntun, reikning og bókaða reikninga inn í útflutningskerfið, bæði línur og haus.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.